Rafkompaní sá um rafmagnsbreytingu fyrir Base HotelHostel á Ásbrú. Í þessu skemmtilega verkefni var valið að notast nánast alfarið við Led ljósgjafa í herbergjum og göngum þar sem úr því fæst lágmarks viðhalds-og rekstrarkostnaður. Lúmex sá svo um hönnun á lýsingu á móttöku og barsvæði. Óskum Base Hotel innilega til hamingju með glæsilegt húsnæði.
Óskum Airport Associates till hamingju með tvær 37 íbúða blokkir samtals yfir 3000 fermetrar þar sem Rafkompaní sá um Rafmagnsbreytingar fyrir ÍAV sem var aðalverktaki.
Við hjá Rafkompaní óskum Kosmos & Kaos innilega til hamingju með endurnýjun og stækkun á húsnæði sínu í Keflavík. Flott hönnun hjá flottu fyritæki.
Í hópinn hefur komið inn nýr starfsmaður, Sigurður Vignir Halldórsson. Bjóðum við hann velkominn til starfa.
Við hjá Rafkompaní þökkum viðskiptavinum fyrir viðskiptin á árinu sem er senn að líða og óskum þeim Gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári.
Hjá Rafkompaní starfa allir með það að markmiði að veita góða þjónustu. Því var ákveðið að nota slagorðin fagmennska-öryggi-framþróun.
Fagmennska: felur í sér menntun, þekkingu og reynslu starfsmanna. Öryggi: við viljum að starfsmenn, samstarfsmenn og aðrir komi heim að vinnudegi loknum. Því kappkostum við að veita starfsmönnum öruggt vinnuumhverfi með réttum áhöldum og öruggum búnaði. Framþróun: við viljum að starfsmenn haldi áfram að þróast í starfi, geti fylgt tækninýjungum og veitt viðskiptavinum ráðgjöf sem og þá þjónustu sem þeir óska eftir í takt við tímann. |